Færsluflokkur: Bloggar
19.3.2007 | 13:02
mars er svo langur..
Hér er ró og hér er friður hér er gott að setjast niður og flestir kunna nú restina!! Þannig er staðan nú er ró til að gera eitthvað í rólegheitum eins og að taka sjálfa mig í hnakkadrambið og gera eitthvað af því sem þarf að gera dagsdaglega en ég nenni því ekki... ég heyrði um daginn að hægt væri að fá bætur hjá TR vegna verkvíða, ég er að hugsa um að sækja um. Ekki að ég kvíði verkefnum dagsins, ég bara nenni stundum ekki að byrja.
Helgin var þokkalega pökkuð af verkefnum, merkilegt þegar ég fór í kirkjuna mína þá fyrst varð mikið um að vera í mínu lífi, held að það sé orðið langt síðan ég var bara heima heila helgi. Það eru fundir, ráðstefnur og mót og fleira í þeim dúr endalaust. Þyrfti kannski að fara að velja og hafna betur. En þegar allir í fjölskyldunni eru sáttir við þetta þá þarf kannski ekki að velja og hafna?
Unglingurinn var á móti í Kirkjulækjarkoti um helgina með kirkju Unga fólksins og það er svo gaman þegar hún kemur uppörvuð og blessuð heim og þráir bara að gera meira fyrir Jesú. Það sem er lagt í líf unglingana á þessum árum skiptir svo miklu máli, hvað vilja foreldrar fyrir börnin sín? Ég hef fengið þá gangrýni að ég sé að troða minni trú og mínum skoðunum á hana en ég spyr bara er ekki betra að vita af unglingnum sínum í kirkju en dauðadrukknum einhverstaðar útældum og ósjálfbjarga?? Já ég bara spyr? Svo er nú svo merkilegt að það er ekki hægt að yfirfæra trú einhvers yfir á einhvern annan..ef það væri hægt þyrfti enginn að fara í kirkju, trúin yrði bara flutt yfir á þig. Það er nefnilega enginn nema maður sjálfur sem getur trúað fyrir mann sjálfan, ég man að ég talaði um að ég ætti mína barnatrú og hún dygði mér alveg..svo fattaði ég að ég nota skó nr 39-40 en barnaskórnir mínir voru kannski nr.18-34 og ég kemst ekki lengur í þá þannig a ég þurfti að skoða barnatrúna mína aðeins og sá ðað ég þurfti að stækka trúnna mína.
Mikið er gott að þessi mánuður er að verða búinn, mér leiðist mars ég þekki reyndar fullt af fólki sem fagnar afmælinu sínu í mars. En mars er bara svo lengi að líða. Ég vil bara fá apríl því þá er svo stutt í vorið og allt fer að grænka. Þá get ég farið að fara í heita pottinn minn með litlu títlu og vanið hana við vatnið fyrir Spánarferðina hún er ekki vatnshrædd en upplifir ekki mikið í balanum sínum í sturtuklefanum.
Reyndi a kaupa stígvél á soninn og strigaskó en í mars er greinilega millibils ástand í skóinnkaupum í Hagkaupum það fékkst bara ekkert sem ég bað um. Hann varð hálfspældur því það er gat á stígvélinu hans og því ekki hægt að vaða þegar rigningin kemur næst, vonandi fer að rigna því þá hlýnar.
Erla trúir sjálf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2007 | 17:41
Má ég horfa, má ég fara í tölvuna?
Þessi söngur er daglegt brauð á mínu heimili og reyni ég eins og ég get að setja sjónvarpsgláp og tölvunotkun í strangan ramma. Tímamörk eru vissulega sett líka og er til þess notuð eggjaklukka því að ég uppgvötvaði að drengurinn rífst við mig en ekki klukkuna... hvaða vald hefur klukkan sem ég hef ekki??
Stundum er svo svakalega freistandi að leyfa honum að horfa á Leiftur Macqeen og horfa svo bara á barnatímann, fór einhvern tíman að pæla í því hvað ég geri á kvöldin þegar ég vil slappa af ég sest niður og horfi á sjónvarpið. Af hverju er þá þetta roslaega stress yfir því að krakkar horfi á sjónvarp. Ég stjórna því hvað er horft á og auðvitað verður allt að vera innan skynsemismarka en það er víst mismunandi hver þau mörk eru. Kannski er það málið.
Erla sjónvarpsglápari kveður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 14:57
Hvernig stendur á??
Þegar ég vaknaði í morgun eftir frekar lítinn svefn þá hugsaði ég með mér hvernig stendur á því að maður lærir ekki af reynslunni???
Þannig er að hún Sunneva Rut yngsta dóttir mín er að taka tennur og er með eyrnabólgu, og er nýbúin að jafna sig á einhverju sem læknirinn kallaði rótarveirusýkingu sem var upp og niður stansllaust í 5 sólarhringa. Ég hef svo sem ekki lent i því áður en ég hef nú verið með veik börn eins og þið hin ekkki satt, svo stækkuðu börnin og urðu meira sjálfbjarga hættu að kafa í klósettinu og rífa allt útúr skápunum og svo videre, þá datt okkkur í hug að koma með Sunnevu Rut eitt svona í restina. Einmitt.
Eitt lítið að dúlla með svona í lokin....það sagði mér enginn að þetta litla barn yrði eins og hvirfilbylur um allt heimilið aðeins 9. mánaða og ef eitthvað er fyrir hennar hátign þá sest hún á rassinn og ööössskkrrarrr þangað til við reddum málinu. Hin börnin eru svo hrifin af henni og hún er svo mikil dúlla og hún er ssvoo sæt. Þegar mamman er með bauga niður á hæla þá er hún ekki bara dúlla hún er óargadýr sem er svo sætt!!! Hvað lærði ég af þessu öllu saman, jú þegar eldri börnin geta farið og horft á barnaefnið um helgar og foreldrarnir sofa róleg á meðan þá á að láta þar við sitja.
Ekki láta lítil sæt föt og flotta vagna eða yndislega lykt stjórna hormónaflæðinu. Verið nú skynsöm..því það er ekki aftur snúið HÚN ER SVO ÆÐISLEG OG SVO SÆT OG BROSIR SVO FALLEGA OG MAMMAN MEÐ BAUGANA NIÐUR Á HÆLA SÉR EKKI EFTIR EINNI SEKÚNDU ÞVÍ HÚN ER SVOSÆT!!!!
Erla baugur kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2007 | 13:46
Töfrasproti..
Ég er alltaf svo lengi að velta fyrir mér hvað ég á að skrifa eða frekar hvernig á að byrja blogg færlsu og svo þykir mér líka stundum erfitt að enda færslurnar veit ekki hvernig á að kveðja eða hvort á að kveðja?
En burtséð frá því þá gengur allt sinn vanalega gang hér, það vakna allir á sínum tímum og koma sér af stað í verkefni dagsins. Edgar þurfti að ganga í skólann í morgun og var því ræstur fyrr en ella og drifinn áfram af móður sinni, hann á stundum erfitt með að gera hlutina aðeins hraðar... ég þarf alla þolinmæðina í einu þegar hann er svona hægur, hann þarf að ræða um myndina á skyrdollunni og afhverju má ekki taka með fernur í skólann og vill svör núna ekki þegar hann kemur heim. Allir krókar og kimar eru þræddir á leið í tannburstun og þvottapokun og það þarf að geispa og klóra og nefndu það.
Loks er hægt að fara í gallann kuldaskó, húfu og vettlinga, taskan sett á bakið, morgunbænin beðin og svo var lagt af stað í skólann. Hvernig ferðin gekk eða hvort hann komst innan tímamarka er ekki vitað þegar þeta er skrifað en ferðin heim er eftir...hann var klukkutíma og 15 mín heim í gær!!!En þetta hlýtur að koma þegar hann fer að ganga oftar í skólann því mamman ætlar að láta hann ganga oftar þegar fer að birta meira, maður sendir ekki litla drenginn einan út í myrkrið. Kannski þurfi að klippa á naflastrenginn...
Heilsan á bænum er að lagast, litla Títla er að skána af upp og niður en kvef og hósti koma sterk inn í staðinn. Var eiginlega búin a gleyma þessu, að eftir eina pest kemur önnur og svo önnur. Spurning um að ráða einkahjúkku í dæmið, einhverja sem sér bara um hor ælu og slef. Læt mig allavega dreyma um hana og líka um konuna eða manninn sem kemur og tekur til skúrar og þurrkar af..það kostar ekki neitt.
Ef það væri hægt að sveifla töfrasprota og draumurinn rættist þá langar mig i svoleiðis..á einhver ??
Erla lætur sig dreyma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 16:50
Baráttan í lífi mínu..
Það vakti athygli mína í gær þegar ég stormaði um Bónus verslunina í Hotlagörðum að þegar ég var þar síðast þá voru verðin svipuð og ekki batnaði það þegar bóndinn rak augun í að mjólkin var einni krónu dýrari í gær en á miðvikudaginn.
Hrukkurnar eða rispurnar á enninu á mér stækkuðu og augabrúnirnar sigu og og ég hvæsti þarna inni í mjólkurkælinum "ég vissi það þeir skila skattalækkuninni ekki til okkar þeir hirða mismuninn sjálfir"og strunsaði út úr kælinum og klifraði upp í hillu til að sækja klósettpappír á tilboði. Svo fórum við á kassann með öll börnin á eftir okkur ein 4 stykki og skelltum öllu upp á búðaborðið og biðum spennt eftir útkomunni ,nú skyldi svindlið og svínaríið opinberað, barnafjölkyldan ætlaði að rísa upp og berjast við stóru kallana... nú svo kom strimillinn frussandi út úr sjóðsvélinni og kortinu rennt í gegn kvittað og samþykktum svínaríið með eigin rithönd og þá kom nú allur sannleikurinn í ljós, Þeir breyttu ekki verðmerkingunum í búðinni heldur var hann reiknaður á kasssanum...uuhh sko ég hef alltaf verið fljótfær kona að eðlisfari og segi oft hluti áður en ég hugsa og kem mér endurtekið í vandræði með þessu hátterni mínu, ég þakkaði mínum sæla fyrir að hafa ekki viðhaft orð um skúrka og svikara sem lofa upp í ermina á sér eða svíkja litla manninn og bla, bla,bla,bla. Ég lagði bara niður skottið og iðraðist í sekk og ösku og dreif allann skarann út í bíl og lét mig hverfa. Sem sagt það er ekki alltaf að marka verðmerkingar í verlunum ef það hefur einhvern tíman verið hægt að taka mark á þeim yfir höfuð.
Stend í baráttu sem ég vona að ég vinni þessar næturnar og er andstæðinur minn hin 8 mánaða Sunneva dóttir mín og við berjumst um það hvort skuli sofið eða vakað á nóttunni. Í þessum litla kroppi býr mikil persónuleiki og feikna sterkur vilji og ef það virkar ekki þá bara gerir hún sig að svo mikilli dúllu að ég bráðna og læt flest eftir henni. Ég hef alltaf haft sloðanir á því að börnin læri bara og séu ekkert nema vani og það eru foreldrarnir sem eiga að ráða ferðinni en hún þessi elska er að láta mig éta þetta allt ofan í mig.
Friðurinn er úti þau börnin voru að koma öll inn eftir súrefnis áfyllingu dagsins, göngutúr í sjoppuna til að kaupa bland í poka á 50% aflætti.
Erla gefst ekki upp!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 22:49
ég er rekin ...
...áfram af dótturinni með æfingaleyfið, hún spurði; ertu búin að blogga eitthvað í dag mamma mín?, og horfði á mig með fallegu bláu augunum sínum svo full af trausti, von og hvatningu. Ég get ekki hugsað mér að valda henni vonbrigðum...
En á gríns þá var hér elduð baunasúpa að eldgömlum hætti (allavega eldri en karl faðir minn sem er fæddur '35 á síðustu öld) fullur pottur með kraumandi baunum með lauk, beikoni,gulrótum og gulrófum og fullt af saltkjöti sérvöldu úr kjötborðinu í Verslun Einars Ólafssonar á Akranesi. Súpan rann ljúft niður.
Í morgun þegar húsmóðirin kom niður hafði sá sorglegi atburður gerst að dauðsfall hafði átt sér stað, sonurinn á tvær páfagaukastelpur og hafði hún Mjallhvít verið eitthvað furðuleg undanfarna daga og hafði hann samviskulega beðið Guð að lækna hana. Hún var fjarlægð úr búrinu og vafin í mjúkan eldhúspappír og pabbinn fékk kassa sem verður notaður sem kista á morgun þegar Mjallhvít verður lögð til hinstu hvílu, pabbinn er prestur svo hann sér um athöfnina sem fer fram í garðinum á morgun. Drengurinn tók fréttunum furðuvel miðað við ...hann sannfærðist fljótt um að nú væri Mjallhvít komin til Jesú og það væri hún orðin skjannahvít á nýjan leik og væri að fljúga hjá Jesú, hvað barnshjartað er einlægt og hreint. Svo spurði hann hvort hún myndi þekkja hann þegar hann kæmi til Jesú þegar hann væri orðinn gamall.
Nokkrum mínútum seinna var ég svo send að gá hvort Zorro búningurinn væri komin en svo var ekki þannig að hann verður riddari með sverð og skjöld. Nú berst hann við dreka, ófreskjur og slær systur sína 8mánaða til riddara.
Fór á bíltúr með ökunemanum og hún stendur sig með stakri prýði. Vikan er að verða hálfnuð og styttist í helgina og þá kemur Áslaugin mín til okkar, hlakka til. Öskudagsstuð á morgun með yngstu kynslóðinni svo verður Mjallhvíti vottuð hinsta virðing okkar. Blóm og kransar afþakkaðir..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2007 | 14:45
Vígvöllur umferðarinnar..
Ég var að koma heim, var að þvælast á milli stofnana og fá stimpla í litinn ritling sem heitir ÖKUNÁMSBÓK fyrir almenn ökuréttindi FLOKKUR B, gefinn út af Umferðarstofu... sem sagt frumburðurinn er komin með æfingaleyfi til að aka sjálfrennireið heimilisins... veit ekki alveg hvað mér finnst um þessi tímamót í lífi hennar og mínu.
Hún er í mínum huga bara nýfædd og varla farin að ganga eða þannig, að sumu leyti er þetta spennandi og er mikill áfangi fyrir hana , viðurkenning á að nú sé hún að verða fullorðn alla vega farin að nálgast. Ég fyllist hins vegar ótta og skelfingu þegar ég les eða heyri fréttir af brjáluðum ökumönnum sem stofna sér og öðrum í lífhættu með ofsaakstri og mjög óábyrgri hegðun í umferðinni. Mig langar ekki að senda hana út á þennan vígvöll sem umferðin er, og talandi um að hlutirnir breytist þá var þetta ekki svona avakalegt þegar ég lærði að keyra, eða kannski var ég bara ekki að pæla neitt i því.
Helga hefur mikið þælt í þessu og er meðvituð um þá ábyrgð sem fylgir þessu, en hvað gerist svo þegar hún fer ein útí umferðina ? verður þá breyting á, því oft stend ég mig að því að verða bara samdauna ástandinu...maður gefur bara í því að hinir fara svo hratt og ekki vil ég láta keyra yfir mig .
í mér er á fullu og ég er bara svo kvíðin fyrir að hleypa henni út í þennan stóra heim en þá er nú gott að geta falið hana í hendur Skapara og frelsara okkar og vitað að Jesús er við stýrið í hennar lífi og að við(foreldrarnir) treystum Honum fyrir henni og að Hann varðveitir hana og aðra í umferðinni. Án þessarar fullvissu er ég viss um að ég myndi binda hana við skrifborðið sitt þar til hún yrði 34 ára. En þar sem ég ætla ekki að sitja uppi með krakkana mína lengur en að loknu háskólanámi geri ég það ekki.
Þú lesandi góður keyrðu nú eins og manneskja, þú gætir verið að mæta einverju barni einhvers. Nú ætla ég að hætta að vera pirrð útí kennslubifreiðar og æfingaaksturs bíla því núna er bíllinn minn einn slíkur....GÓÐA FERÐ!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2007 | 15:00
sólin varð feimin...
Jæja á morgun 18.febrúar verða liðin 12 ár síðan ég vaknaði með verki sem voru fyrsta merki um að barnið í kúlunni væri að gera sig líklegt til að fæðast inní þennan heim. Nú til að gera langa sögu stutta þá fæddi ég dóttur 18 febrúar kl.21.37 ca. sem var stór og stæðileg, 18 merkur tæpar og fullir 55 cm. hún hefur stækkað og dafnað síðan og er orðin ótrúlega falleg og skemmtileg og getur gert sólina afbrýðisama með brosinu sínu. En nú þykir henni ég orðin svooo væmin að ég ætla að hætt að skrifa um hana.
Ég er að læra á þetta stjórnborð og þetta er bara ekki svo flókið jafnvel fyrir konu eins og mig sem kann ekki mikið á tölvu bara þessar einföldustu aðgerðir.
Hér á bæ er mikill spenningur fyrir komandi öskudegi og búningabæklingur skoðaður í þaula og mikið spekulerað...hvernig verður litla systir á öskudaginn?, var Zorro með krít á endanum á sverðinu sínu til að gera Z-etuna á ræningjana? og þannig er malað. Samt er gaman að pælingum sem detta upp úr mínum manni sex ára gömlum t.d. hvað gerði fólk við ruslið í gamla daga?? Ég var í gær að rifja upp gullkorn sem hafa komið eins og þegar við fórum hringinn fyri tveimur árum þá heyrðist uppúr eins manns hljóði "mamma verða mýs að kartöflumús þegar þær deyja?" það var algjörlega vonlaust að reyna að hlægja ekki !!
Ég mun vakna á morgun og horfa til baka og rifja upp allar yndislegu minningarnar sem ég á um og með henni Áslaugu minni síðustu 12 árin , megi algóður Guð vernda þig og blessa um ókomna framtíð elsku hjartað mitt, ég elska þig alltaf alveg sama hvað.
Á morgun á hún Anna Rósa vinkona mín svo afmæli..til lukku Anna mín. En nú bíður mín eitt stykki júróvisíon partý hjá Erdnu og Óla vinum okkar og ég veit ekki hvað ég fæ að borða!! Áfram Friðrik og co.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2007 | 23:54
Þá er ég að byrja...
Fór allt í einu að pæla í að ég ætti kannski að byrja eins og hinir að bloggast, ég blogga reyndar fyrir krakkalakkana en það eru um tanntökur, bleiuskipti, hor og hita og fleira tengdu því að eiga svona eins og 4 börn.
Byrjaði mjög svo kokhraust síðast liðið vor að blogga en entist illa og varð vera mín og skrif mín þar frekar endasleppt og dóu hægt og rólega út þar til ekkert gerðist. Hef svo verið að fylgjast með afbragðsgóðum bloggurum og líka mörgum miður góðum og oft hef ég verið alveg steinhissa á því hvernig fólk skrifar um hin ýmsu málefni og menn. Án nokkurs efa á einn bloggari stóran stað í mínu hjarta og er það hún dóttir mín sem að öllum ólöstuðum er minn uppáhalds bloggari. Með góðan húmor og vandað íslenskt málfar og eldskarpan huga að vopnum er hún frábær og komast fáir með tærnar þar sem hún hefur hælana. Ég verð reyndar hissa ef systir hennar kæmi ekki fast á hæla henni þegar hún fer af stað!!
Nú þegar klukkan er orðin þetta margt er eins og höfuðið fari aftur á bak en ekki áfram vegna svefnleysis síðastliðna nótt þegar yngsti meðlimur þessarar fjölskyldu ákvað að í nótt skyldu foreldrar hennar ekki sofa og mátti fjölskyldufaðirinn fara með bauga niður fyrir nafla í strætó frá Akranesi til Reykjavíkur kl.6:47 og vera eitur hress og kenna á námskeiði...eða þannig. Nú skal blásið til orustu á nýjan leik ef hún skyldi ætla að endurtaka leikinn en er sem stendur steinsofandi. Áfram við sem þurfum að sofa á nóttunni ekki yfir daginn.
Það er eitt sem ég á erfitt með og það er að enda bloggin hvernig á að enda bloggfærsur???? kveðja Erla
Fyrir þá sem vilja lesa bloggið hennar dóttur minnar, http://frilsi.bloggar.is/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)