Þá er ég að byrja...

Fór allt í einu að pæla í að ég ætti kannski að byrja eins og hinir að bloggast, ég blogga reyndar fyrir krakkalakkana en það eru um tanntökur, bleiuskipti, hor og hita og fleira tengdu því að eiga svona eins og 4 börn.

Byrjaði mjög svo kokhraust síðast liðið vor að blogga en entist illa og varð vera mín og skrif mín þar frekar endasleppt og dóu hægt og rólega út þar til ekkert gerðist. Hef svo verið að fylgjast með afbragðsgóðum bloggurum og líka mörgum miður góðum og oft hef ég verið alveg steinhissa á því hvernig fólk skrifar um hin ýmsu málefni og menn. Án nokkurs efa á einn bloggari stóran stað í mínu hjarta og er það hún dóttir mín sem að öllum ólöstuðum er minn uppáhalds bloggari. Með góðan húmor og vandað íslenskt málfar og eldskarpan huga að vopnum er hún frábær og komast fáir með tærnar þar sem hún hefur hælana. Ég verð reyndar hissa ef systir hennar kæmi ekki fast á hæla henni þegar hún fer af stað!!

Nú þegar klukkan er orðin þetta margt er eins og höfuðið fari aftur á bak en ekki áfram vegna svefnleysis síðastliðna nótt þegar yngsti meðlimur þessarar fjölskyldu ákvað að í nótt skyldu foreldrar hennar ekki sofa og mátti fjölskyldufaðirinn fara með bauga niður fyrir nafla í strætó frá Akranesi til Reykjavíkur kl.6:47 og vera eitur hress og kenna á námskeiði...eða þannig. Nú skal blásið til orustu á nýjan leik ef hún skyldi ætla að endurtaka leikinn en er sem stendur steinsofandi. Áfram við sem þurfum að sofa á nóttunni ekki yfir daginn.

Það er eitt sem ég á erfitt með og það er að enda bloggin hvernig á að enda bloggfærsur???? kveðja Erla 

Fyrir þá sem vilja lesa bloggið hennar dóttur minnar, http://frilsi.bloggar.is/

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband