sólin varð feimin...

Jæja á morgun 18.febrúar verða liðin 12 ár síðan ég vaknaði með verki sem voru fyrsta merki um að barnið í kúlunni væri að gera sig líklegt til að fæðast inní þennan heim. Nú til að gera langa sögu stutta þá fæddi ég dóttur 18 febrúar kl.21.37 ca. sem var stór og stæðileg, 18 merkur tæpar og fullir 55 cm.  hún hefur stækkað og dafnað síðan og er orðin ótrúlega falleg og skemmtileg og getur gert sólina afbrýðisama með brosinu sínu. En nú þykir henni ég orðin svooo væmin að ég ætla að hætt að skrifa um hana.

Ég er að læra á þetta stjórnborð og þetta er bara ekki svo flókið jafnvel fyrir konu eins og mig sem kann ekki mikið á tölvu bara þessar einföldustu aðgerðir.

Hér á bæ er mikill spenningur fyrir komandi öskudegi og búningabæklingur skoðaður í þaula og mikið spekulerað...hvernig verður litla systir á öskudaginn?, var Zorro með krít á endanum á sverðinu sínu til að gera Z-etuna á ræningjana? og þannig er malað. Samt er gaman að pælingum sem detta upp úr mínum manni sex ára gömlum t.d. hvað gerði fólk við ruslið í gamla daga?? Ég var í gær að rifja upp gullkorn sem hafa komið eins og þegar við fórum hringinn fyri tveimur árum þá heyrðist uppúr eins manns hljóði "mamma verða mýs að kartöflumús þegar þær deyja?" það var algjörlega vonlaust að reyna að hlægja ekki !!

 Ég mun vakna á morgun og horfa til baka og rifja upp allar yndislegu minningarnar sem ég á um og með henni Áslaugu minni síðustu 12 árin , megi algóður Guð vernda þig og blessa um ókomna framtíð elsku hjartað mitt, ég elska þig alltaf alveg sama hvað.

Á morgun á hún Anna Rósa vinkona mín svo afmæli..til lukku Anna mín. En nú bíður mín eitt stykki júróvisíon partý hjá Erdnu og Óla vinum okkar og ég veit ekki hvað ég fæ að borða!! Áfram Friðrik og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég er glöð með þetta framtak kæra vinkona.

Gaman að fá eina bloggsíðu í viðbót til að kíkja inná:)

Takk fyrir afmæliskveðjuna, og til hamingju með Áslauguna þína hún er falleg og vel gerð stelpa sem Guð hefur hugsað góða og hamingjuríka framtíð fyrir.

ELSKJÚ biðjum að heilsa í Partýstandið - Sammála áfram Friðrik og vinir hans.

Anna Rósa Palmarsdottir (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 15:33

2 identicon

Nauh. Ég vil benda lesendum á að ég á nánast allan heiðurinn af þessari bloggsíðu. Móðir mín kær myndi ekki hafa svona mikla þörf fyrir að blogga ef að hún ætti ekki bloggóðustu dóttur í heimigeimi.

Stafirnir eru reyndar heldur stórir en ég hlýt að geta reddað því fyrir þig ;]

Og Móðir? Ég vil bara benda þér á að ég er að fara að segja upp íslenska ríkisborgararéttinum mínum. Eiríkur Hauksson? Ég var meira að segja farin að halda með ,,perralaginu"

Helga (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 22:39

3 identicon

Enn gaman Erla mín. Til hamingju með bloggsíðuna þína. Það verður gaman og fróðlegt að fylgjast með þér hér á blogginu. Svo væri nú líka enn meira gaman að hitta þig og þína við tækifæri. Vonandi á næsta laugardag.

Sara (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband