19.2.2007 | 14:45
Vígvöllur umferðarinnar..
Ég var að koma heim, var að þvælast á milli stofnana og fá stimpla í litinn ritling sem heitir ÖKUNÁMSBÓK fyrir almenn ökuréttindi FLOKKUR B, gefinn út af Umferðarstofu... sem sagt frumburðurinn er komin með æfingaleyfi til að aka sjálfrennireið heimilisins... veit ekki alveg hvað mér finnst um þessi tímamót í lífi hennar og mínu.
Hún er í mínum huga bara nýfædd og varla farin að ganga eða þannig, að sumu leyti er þetta spennandi og er mikill áfangi fyrir hana , viðurkenning á að nú sé hún að verða fullorðn alla vega farin að nálgast. Ég fyllist hins vegar ótta og skelfingu þegar ég les eða heyri fréttir af brjáluðum ökumönnum sem stofna sér og öðrum í lífhættu með ofsaakstri og mjög óábyrgri hegðun í umferðinni. Mig langar ekki að senda hana út á þennan vígvöll sem umferðin er, og talandi um að hlutirnir breytist þá var þetta ekki svona avakalegt þegar ég lærði að keyra, eða kannski var ég bara ekki að pæla neitt i því.
Helga hefur mikið þælt í þessu og er meðvituð um þá ábyrgð sem fylgir þessu, en hvað gerist svo þegar hún fer ein útí umferðina ? verður þá breyting á, því oft stend ég mig að því að verða bara samdauna ástandinu...maður gefur bara í því að hinir fara svo hratt og ekki vil ég láta keyra yfir mig .
í mér er á fullu og ég er bara svo kvíðin fyrir að hleypa henni út í þennan stóra heim en þá er nú gott að geta falið hana í hendur Skapara og frelsara okkar og vitað að Jesús er við stýrið í hennar lífi og að við(foreldrarnir) treystum Honum fyrir henni og að Hann varðveitir hana og aðra í umferðinni. Án þessarar fullvissu er ég viss um að ég myndi binda hana við skrifborðið sitt þar til hún yrði 34 ára. En þar sem ég ætla ekki að sitja uppi með krakkana mína lengur en að loknu háskólanámi geri ég það ekki.
Þú lesandi góður keyrðu nú eins og manneskja, þú gætir verið að mæta einverju barni einhvers. Nú ætla ég að hætta að vera pirrð útí kennslubifreiðar og æfingaaksturs bíla því núna er bíllinn minn einn slíkur....GÓÐA FERÐ!!!
Athugasemdir
Þetta líst mér á! Útlitið orðið miklu betra og stafirnir hættir að vera svona stórir og klunnalegir.
Ég get reyndar lítið commentað á þetta blogg þar sem að það var að mestu leyti um mig. Ekki verandi eins sjálfhverf og yngri systir mín læt ég mér það nægja að commenta á nýtt og betra "lúkk"
Dóttir [Þessi með æfingaleyfið (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.