24.2.2007 | 16:50
Baráttan í lífi mínu..
Það vakti athygli mína í gær þegar ég stormaði um Bónus verslunina í Hotlagörðum að þegar ég var þar síðast þá voru verðin svipuð og ekki batnaði það þegar bóndinn rak augun í að mjólkin var einni krónu dýrari í gær en á miðvikudaginn.
Hrukkurnar eða rispurnar á enninu á mér stækkuðu og augabrúnirnar sigu og og ég hvæsti þarna inni í mjólkurkælinum "ég vissi það þeir skila skattalækkuninni ekki til okkar þeir hirða mismuninn sjálfir"og strunsaði út úr kælinum og klifraði upp í hillu til að sækja klósettpappír á tilboði. Svo fórum við á kassann með öll börnin á eftir okkur ein 4 stykki og skelltum öllu upp á búðaborðið og biðum spennt eftir útkomunni ,nú skyldi svindlið og svínaríið opinberað, barnafjölkyldan ætlaði að rísa upp og berjast við stóru kallana... nú svo kom strimillinn frussandi út úr sjóðsvélinni og kortinu rennt í gegn kvittað og samþykktum svínaríið með eigin rithönd og þá kom nú allur sannleikurinn í ljós, Þeir breyttu ekki verðmerkingunum í búðinni heldur var hann reiknaður á kasssanum...uuhh sko ég hef alltaf verið fljótfær kona að eðlisfari og segi oft hluti áður en ég hugsa og kem mér endurtekið í vandræði með þessu hátterni mínu, ég þakkaði mínum sæla fyrir að hafa ekki viðhaft orð um skúrka og svikara sem lofa upp í ermina á sér eða svíkja litla manninn og bla, bla,bla,bla. Ég lagði bara niður skottið og iðraðist í sekk og ösku og dreif allann skarann út í bíl og lét mig hverfa. Sem sagt það er ekki alltaf að marka verðmerkingar í verlunum ef það hefur einhvern tíman verið hægt að taka mark á þeim yfir höfuð.
Stend í baráttu sem ég vona að ég vinni þessar næturnar og er andstæðinur minn hin 8 mánaða Sunneva dóttir mín og við berjumst um það hvort skuli sofið eða vakað á nóttunni. Í þessum litla kroppi býr mikil persónuleiki og feikna sterkur vilji og ef það virkar ekki þá bara gerir hún sig að svo mikilli dúllu að ég bráðna og læt flest eftir henni. Ég hef alltaf haft sloðanir á því að börnin læri bara og séu ekkert nema vani og það eru foreldrarnir sem eiga að ráða ferðinni en hún þessi elska er að láta mig éta þetta allt ofan í mig.
Friðurinn er úti þau börnin voru að koma öll inn eftir súrefnis áfyllingu dagsins, göngutúr í sjoppuna til að kaupa bland í poka á 50% aflætti.
Erla gefst ekki upp!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.