7.3.2007 | 14:57
Hvernig stendur á??
Þegar ég vaknaði í morgun eftir frekar lítinn svefn þá hugsaði ég með mér hvernig stendur á því að maður lærir ekki af reynslunni???
Þannig er að hún Sunneva Rut yngsta dóttir mín er að taka tennur og er með eyrnabólgu, og er nýbúin að jafna sig á einhverju sem læknirinn kallaði rótarveirusýkingu sem var upp og niður stansllaust í 5 sólarhringa. Ég hef svo sem ekki lent i því áður en ég hef nú verið með veik börn eins og þið hin ekkki satt, svo stækkuðu börnin og urðu meira sjálfbjarga hættu að kafa í klósettinu og rífa allt útúr skápunum og svo videre, þá datt okkkur í hug að koma með Sunnevu Rut eitt svona í restina. Einmitt.
Eitt lítið að dúlla með svona í lokin....það sagði mér enginn að þetta litla barn yrði eins og hvirfilbylur um allt heimilið aðeins 9. mánaða og ef eitthvað er fyrir hennar hátign þá sest hún á rassinn og ööössskkrrarrr þangað til við reddum málinu. Hin börnin eru svo hrifin af henni og hún er svo mikil dúlla og hún er ssvoo sæt. Þegar mamman er með bauga niður á hæla þá er hún ekki bara dúlla hún er óargadýr sem er svo sætt!!! Hvað lærði ég af þessu öllu saman, jú þegar eldri börnin geta farið og horft á barnaefnið um helgar og foreldrarnir sofa róleg á meðan þá á að láta þar við sitja.
Ekki láta lítil sæt föt og flotta vagna eða yndislega lykt stjórna hormónaflæðinu. Verið nú skynsöm..því það er ekki aftur snúið HÚN ER SVO ÆÐISLEG OG SVO SÆT OG BROSIR SVO FALLEGA OG MAMMAN MEÐ BAUGANA NIÐUR Á HÆLA SÉR EKKI EFTIR EINNI SEKÚNDU ÞVÍ HÚN ER SVOSÆT!!!!
Erla baugur kveður
Athugasemdir
Halló Baugs kona.
Já þetta er yndislegt, en mundu bara þar sem hún er yngst þá er líklegt að það lendi á henni að hugsa um þig að miklu leyti í ellinni:) Svo koma tímar komar ráð;) hehe. ÉG hlakka til að sjá ykkur og litlu skæruliða dúlluna ykkar eftir viku.
Ég man eftir krydderíunu. já og brókunum í skúffunni
SEE you
Anna Rósa (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:08
Tíhíhíhí.......það er fjör að vera yngstur í fjölskyldunni En hefurðu eitthvað spáð í að hafa samband við Baugsfeðga, kannski hafa þeir einhver ráð........... Luvja! Kolbrún
Kolbrún í Ameríku (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.