19.3.2007 | 13:02
mars er svo langur..
Hér er ró og hér er friður hér er gott að setjast niður og flestir kunna nú restina!! Þannig er staðan nú er ró til að gera eitthvað í rólegheitum eins og að taka sjálfa mig í hnakkadrambið og gera eitthvað af því sem þarf að gera dagsdaglega en ég nenni því ekki... ég heyrði um daginn að hægt væri að fá bætur hjá TR vegna verkvíða, ég er að hugsa um að sækja um. Ekki að ég kvíði verkefnum dagsins, ég bara nenni stundum ekki að byrja.
Helgin var þokkalega pökkuð af verkefnum, merkilegt þegar ég fór í kirkjuna mína þá fyrst varð mikið um að vera í mínu lífi, held að það sé orðið langt síðan ég var bara heima heila helgi. Það eru fundir, ráðstefnur og mót og fleira í þeim dúr endalaust. Þyrfti kannski að fara að velja og hafna betur. En þegar allir í fjölskyldunni eru sáttir við þetta þá þarf kannski ekki að velja og hafna?
Unglingurinn var á móti í Kirkjulækjarkoti um helgina með kirkju Unga fólksins og það er svo gaman þegar hún kemur uppörvuð og blessuð heim og þráir bara að gera meira fyrir Jesú. Það sem er lagt í líf unglingana á þessum árum skiptir svo miklu máli, hvað vilja foreldrar fyrir börnin sín? Ég hef fengið þá gangrýni að ég sé að troða minni trú og mínum skoðunum á hana en ég spyr bara er ekki betra að vita af unglingnum sínum í kirkju en dauðadrukknum einhverstaðar útældum og ósjálfbjarga?? Já ég bara spyr? Svo er nú svo merkilegt að það er ekki hægt að yfirfæra trú einhvers yfir á einhvern annan..ef það væri hægt þyrfti enginn að fara í kirkju, trúin yrði bara flutt yfir á þig. Það er nefnilega enginn nema maður sjálfur sem getur trúað fyrir mann sjálfan, ég man að ég talaði um að ég ætti mína barnatrú og hún dygði mér alveg..svo fattaði ég að ég nota skó nr 39-40 en barnaskórnir mínir voru kannski nr.18-34 og ég kemst ekki lengur í þá þannig a ég þurfti að skoða barnatrúna mína aðeins og sá ðað ég þurfti að stækka trúnna mína.
Mikið er gott að þessi mánuður er að verða búinn, mér leiðist mars ég þekki reyndar fullt af fólki sem fagnar afmælinu sínu í mars. En mars er bara svo lengi að líða. Ég vil bara fá apríl því þá er svo stutt í vorið og allt fer að grænka. Þá get ég farið að fara í heita pottinn minn með litlu títlu og vanið hana við vatnið fyrir Spánarferðina hún er ekki vatnshrædd en upplifir ekki mikið í balanum sínum í sturtuklefanum.
Reyndi a kaupa stígvél á soninn og strigaskó en í mars er greinilega millibils ástand í skóinnkaupum í Hagkaupum það fékkst bara ekkert sem ég bað um. Hann varð hálfspældur því það er gat á stígvélinu hans og því ekki hægt að vaða þegar rigningin kemur næst, vonandi fer að rigna því þá hlýnar.
Erla trúir sjálf
Athugasemdir
Hæ og hó! Bloggið þitt í dag er eins og talað út úr mínu hjarta! Ef við innrætum ekki börnunum okkar það góða sem Guð hefur gefið okkur fyrir lífið þá verða einhverjir aðrir til að innræta þeim eitthvað annað sem er mjög ólíklega frá Guði komið! Ég var að fara í gegnum það með minni 5 ára dóttur að Satan er til og það sem hann hræðist mest er orð Guðs, sem er sverð andans, og hún skilur svo sannarlega þetta með sverðið og fer öll í ham. Það er allt of algengt að fólk fatti ekki að orð Guðs er það sem skiptir máli til að breyta aðstæðum okkur úr neikvæðum yfir í jákvæð. Auðvita kemur margt annað til líka, en orð Guðs er það sem óvinurinn hræðist mest. Hann hræðist okkur ekki ÞÓ við elskum Jesú! Mér finnst bara mjög mikilvægt að við gefum börnunum okkar þau tól sem okkur hafa verið gefin og það gerir maður í þeirri von að þau verði ekki "hálfkristin" eins og svo margir fullorðnir eru! Vá, ég er bara í ham! Ætti kannski að skrifa bók um þetta! Knús og koss til ykkar allra og áfram með trúboðið!!!!!!!
Kolbrún í Ameríku (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 14:34
Troða upp á mig? Ég myndi nú ekki segja það ;D
Elskjú mín mor
Helga (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.