Lego eða Passíusálmarnir...

Erfðaprinsinn var hjá ömmu og af eina helgi um daginn og kom heim eins og venjulega uppfulllur af ýmiskonar fróðleik sem mér móður hans hefði aldrei dottið í hug að hann þyrfti að vita strax.

Afi Glúmur elskar að fara með hann í klippingu til Bjössa rakara á Selfossi, fara með hann í langa göngutúra skoða gamlar kirkjur og segja honum sögur, t.d. var sagan af Einbirni, Tvíbirni og Þríbirni lengi í uppáhaldi. Stundum hefur hann beðið afa um að segja sér sögur sm innihalda ekki tröll eða Grýlu því Heart er ekki alltaf stórt.

En eftir þessa helgi kom hann heim og sagði stoltur  frá því að það hefði verið Hallgrímur Pétursson sem orti Passíusálmana og að þeir séu 50 talsins, ég starði opinmynt á drenginn....svo hélt hann áfram að ausa úr skálum visku sinnar, að Hallgrímur hefði átt konu sem hét Guðríður og þau áttu heima á Saurbæ.

Og þá vissi ég það. Það fór margt i gegnum hugann á meðan þessu samtali stóð og ég þurfti að taka á honum stóra mínum til að vera alvarleg og hlusta með andtakt á þessar upplýsingar því ég var að springa úr hlátri. Ekki að það sé fyndið að hann viti þetta, nei hann hafði í alvöru mikin áhuga á þessu.

Hann fór svo nokkrum dögum seinna upp í bókahillu (þurfti stól til að ná) og fann bók sem inniheldur Passíusálmana, settist í sófan og fór að lesa. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera því hann var svo einlægur þegar hann las þessa stóru bók og spurði mig spjörunum úr um þesssa sálma. Ein spurningin var hvort Hallgrímur hefði ekki samið "Leiddu mína litlu hendi", en því gat ég reyndar svarað að það hefði verið Ásmundur Eiríksson sem var forstöðumaður í Fíladelfíu þegar afi var strákur. Þá svaraði hann að bragði, það hlaut að vera ég fann það ekki í bókinni. Þegar barnið manns fer alveg frammúr manni hvað á maður að gera?? Þykjast vita þessa hluti bera við gleymsku og því að það er svo langt síðan ég var í skóla eða hvað?? En ég reyni að hvetja hann og auka áhuga hans eftir því sem ég get en veit ekki hvort ég vil frekar að hann sé bara í Legó eða að lesa Passíusálmana....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er náttúrulega alveg óborganlegur sonur  þinn. Það er um að gera að leyfa honum að lesa Passíusálmana ef hann hefur áhuga...

Erla mín, ég les alltaf bloggið þitt en nenni ekki svo oft að kommenta þar sem það er allt of flókið fyrir heimavinnandi húsmóður eins og mig - sem hefur ekki heila í að lesa Passíusálmana!

 Kveðja, Sara

Sara (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:29

2 identicon

jáhá það er víst að hann er sko sonur hans Hjalta ekki var ég bókaormur á þessum aldri kveðja Iðnaðarmaðurinn síkáti sem brosir í gegn um tárinn (aðalega þegar hann meiðir sig....)

iðnaðarmað'urinn síkáti (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband