23.3.2007 | 13:10
Hvert fór vikan???
Ég skil bara ekki hvað verður úr tímanum þessa dagana einkum vegna þess að það er mars, eins og mér leiðist þessi mánuður því hann er alltaf svo lengi að líða. Við mæðgurnar skiljum þetta ekki, annað hvort er svona gaman að vera við eða það er svona mikið að gera hjá okkur að tíminn flýgur áfram. Nema hvort tveggja sé.
Helgin kemur þá í dag og verður þessa hefðbundnu daga sem hún er vön að staldra við. Mikið að gera um helgina en samt er ótúrlega lítið planað. Er að hugsa um að reyna að taka skurk og laga til í kjallaranum og færa ruslið úr kjallaranum yfir í bílskúrinn þar sem ég kem bílnum ekki inn í hann. Veit ekki hvort bílinn er of stór eða bílskúrinn of lítill hvort komá undan eggið eða hænan?? Þarf svo að þrífa eitt stykki kirkju en vona að það breytist í samstillt fjölskyldu verkefni eins og tiltektin í kjallaranum...
Þyrfti svo að príla uppá háloft og sækja nokkra hluti sem eru geymdir þar eins og tvo leikfanga kassa svo leikföngin hennar Sunnevu séu ekki um allt hús á öllum hæðum. Hhhmmmm þyrfti kannski að vera duglegri að tína saman. Verð að halda áfram að gera... Eigiði góða helgi og elskið hvert annað
Erla puðar og prílar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.