26.3.2007 | 13:42
Saman..
Ekki varð neitt úr kjallaratiltektinni en kirkjan varð hrein og fín.
Stundum hellist allt á sömu dagana. Suma daga stoppar t.d. síminn ekki, meðan talað er í heimilissímann hringir farsíminn og ekki bara einn heldur allir 3 símarnir. Og hina dagana er ekki einu sinni andað í símann og maður horfir á hann eins og hann sé sjónvarp og athugar hvort ekki sé sónn.... spurning um að vera háður !!
Laugardagurinn sem var sá fyrsti í margar vikur sem við vorum bara heima og var Edgari boðið í tvö 7ára afmæli og þvílík skipulagning hjá (geri ráð fyrir) mæðrum þessara drengja, annað afmælið var frá kl. 12- 14 og hitt byrjaði kl. 14-16 snilld.
Á meðan svaf svo litlan og ég gat í rúma þrjá tíma algjörlega einbeitt mér að því að snurfusa kirkjuna. Þó að ég hafi eytt þessum tíma i að þrífa þá sér varla högg á vatni. Efri hæðin er öll í sagi og skipulögðu drasli eftir parkett lagningu og það þarf fleiri manneskjur til að ráðast á allt sagið og rykið eftir það. En Halli og Biggi takk fyrir að henda öllu draslinu út svo hægt væri að skúra. Betur má ef duga skal og þarf að fjölmenna á svæðið og gera stórhreingerningu svona með vorinu. Á meðan ég þreif efri hæðina stólaði karlinn minn niðri og skúraði, í innri salnum voru svo vaskir menna að finna borðplötu til að setja á eldhúsinnréttinguna og er þetta gasalega fínt, vantar efri skápana og þá er komið eldhús. Gaman að fylgjast með hvernig hlutirnir eru að koma smátt og smátt.
Á sunnudaginn var sameiginleg samkoma með kirkjunum frá Stykkishólmi og Selfossi og var hún frábær, Aron Hinriksson forsöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi talaði Guðs orð og var það frábært og talaði mjög sterkt til mín. Svona er Drottinn, vitnisburðirnir frá Sigga og Karin voru um sama efnið og ræðan en enginn talaði sig saman Heilagur andi vinnur sitt verk og talar rétta hluti inní líf okkar á réttum tímum. Þarna voru saman komnir þjónar Guðs sem þrá að sjá kirkju Jesú Krists vaxa á Íslandi og sjá fólk frelsast. Þar sem tveir eða þrír Hvítasunnumenn koma saman þar er matur og var enginn svikinn af pastaréttinum hennar Ellenar. Takk fyrir mig Ellen.
Eftir samkomu fylltist stofan mín af yndislegu fólki og biðu allir spenntir eftir "kökunni" sem var settí of lítið form og var þar af leiðandi frekar lengi að bakast...en hún var góð!!
Sunnudagar fara líka í að senda og sækja börn og var engin breyting á því í gær. Áslaug fór með ömmu og afa Spó í sveitina og við sóttum Helgu til Stínu frænku.
Þegar heim var komið var eins og allir væru vindlausir og sátum við bara og störðum á hvort annað. Einhver misskilningur milli nokkurra vina varð til þess að Helga var alveg miður sín og var því ákveðið af mér að fjölskyldan settist niður og talaði saman við Drottinn. Hrúguðum okkur í sófann og báðum saman um styrk og handleiðslu Drottns og að við mættum alltaf gera hans vilja. Þetta var yndisleg stund og ómetanleg, róleg lofgjörð ,foreldrar og unglingur saman að biðja, trúa hvort öðru fyrir því hvernig okkur leið og fá uppörvun og styrk frá hvort öðru.
það var aldrei kveikt á sjónvarpinu í gærkvöldi á þessu heimili heldur vorum við bara saman. Það er ómetanlegt að eiga þetta samband við fjölskylduna sína og Helga talar um að henni þyki gott að eiga trúnað okkar og traust en það er bara svo gagnkvæmt . Við eigum ekki til orð yfir þakklætið að fá að vera hluti af hennar lífi.
Helga og Áslaug takk fyrir að leyfa okkur að vera með elska ykkur í klessu.
Erla er ekkert án fjölskyldunnar og Guðs
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.