28.3.2007 | 10:20
Fótboltahöll og börnin smá
Þegar ég vaknaði í gærmorgun ákvað ég að gera loksins alvöru úr því að fara snemma á fætur þ.e.a.s. skríða ekki uppí aftur til Sunnevu heldur drífa mig á fætur í allri orðsins merkingu. Fór og klæddi mig í gallabuxurnar, bol og peysu og sokka fór í klossana og var komin á fætur.. Kom drengnum af stað í skólann svo þurfti að koma Sunnevu á fætur.
Ég er alin upp af henni Helgu á Melum um nokkurt skeið og tókst henni að berja það inní mig að maður sé komin á fætur þegar búið er að búa um rúmið. Og þó ég hafi nú oft verið frekar óþekk og látið illa að stjórn þá er mjög stórt atriði í mínu lífi að búa um rúmið, þá getur dagurinn byrjað.
Þegar ég hafði lokið þessu öllu settist ég við tölvuna og skrifaði eitt stykki uppsagnarbréf, hef verið lengi að melta með mér hvað ég ætti að gera. Þar sem ég bý á Akranesi gleymdi hin fótbolta óða bæjarstjórn að það þarf að gera meira en að selja ódýrar lóðir, það gleymdist að fólk sem vill byggja og flytja á milli bæjarfélaga er yfirleitt barnafólk og þá þarf að hafa dagvistunnar úrræði fyrir þetta fólk. En bæjarstjórnin var svo upptekin af fótboltahöllinni sinni að þetta atriði gleymdist. Þannig að núna komast litlu börnin á Akranesi ekki á leikskóla og það eru engin laus pláss hjá dagmæðrum því þær eru fáar en börnin svo mörg, staðan er því þannig að foreldrarnir sem keyptu ódýrara húsnæði og lóðir til að byggja þurfa að hætta í vinnunni eða setja cherrios á gólfið og vona að börnin reddi sér bara ein heima ...
Ég ætla því a verða ein af þessum dagmæðrum þannig að einhver börn þurfa ekki að borða cherriosið uppúr gólfinu og mamman og pabbinn þurfa ekki að hætt í vinnunni. Það er merkilegt að svona annars fínt bæjarfélag skuli klikka á jafn stóru atriði, en það er þeim til varnar að þeir brugðust við og borga nú umönnunarbætur til allra foreldra barna frá 9 mánaða, og það á að rusla upp einum leikskóla bara sísvona og byrja starfsemina í haust.....ég á nú alveg eftir að sjá það gerast en hver veit. Ég ætla að hafa það að lifi brauði að gæta annarra manna barna. Vona bara að mér takist að viðhalda fullorðins orðaforðanum og fari ekkiki að tala um voffa, mjá mjá og muuu.
Erla tínir upp cherrios
Athugasemdir
Gott hjá þér að demba þér í dagmömmubisnesinn, hef eimitt heyrt að það sé erfitt að fá dagmömmupláss sem er alls ekki gott hjá jafn stóru bæjarfélagi, annars gaman að hitta á bloggið þitt Erla perla, Kv. Hófý Sig
hofy sig, 29.3.2007 kl. 00:46
Til hamingju það er einn kostur við að vera dagmamma og STÓR kostur eins og min söster segir að geta tekið á móti börnunum þegar þau koma heim. annars til hamingju með þetta.. kveðjan árni hill
árni hill (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.