31.3.2007 | 14:44
mig langar svvooo í kaffi
Ég lenti í þeirri skelfilegu lífsreynslu á miðvikudagsmorguninn að fína,frábæra og nauðsynlega espressó kaffivélin mín gaf frá sér einhver þau ámátlegustu hljóð sem ég hef lengi heyrt.
Um mig hríslaðist tilfinning sem ég held að megi greina sem óttablandna angist og ég hrópaði út í þögnina en held þó að ekkert hljóð hafi komið. Hjartað sló örar og ég rifjaði upp neyðarnúmerið hjá samtökum kaffifíkla en ég kunni það ekki... ég vissi ekki hvað ég átti að gera, datt í hug að hringja í 118 því þar eru hin ýmsu mál oft á tíðum leist. Í örvæntingunni hlammaðist ég bara á rassinn og faldi andlitið í höndum mér og það var svoo stutt í tárin.
Vélin virkar sem sagt ekki lengur, vatnið frussast ekki útúr henni og ilmurinn sem er vanur að fylla vit mín á morgnana er ekki lengur til staðar, hvað gera bændur nú?? Fyrst var að ná áttum og fá smá áfallahjálp, þegar því var lokið gat ég farið að hugsa aðeins skýrar.
Nú það þarf alltaf að hafa plan B svo ég hellti uppá gömlu vélina og fékk koffeinskammtinn sem ég þarfnaðist svo mjög, fór því næst að gera mig líklega til að skoða vélina og gera það litla sem ég kann í fyrstu viðlögum fyrir espressóvélar, ekkert dugði.
Þá tók við ferli sem er oft kallað afnneitun og ég tók ekki við því að vélin væri biluð heldur setti hana yfir á steinabekkinn og þar leit ég ekki á hana í rúman sólarhring.
Daginn eftir var hugsunin orðin örlítið skýrari og ég ákvað að hringja í búðina þar sem ég hitti glansandi vélina fyrst, og ég fékk að vita að ég gæti bara komið og fengið aðra vél..og um mig streymdi gleði og fagnaðarstraumur en svo glopraði ég því útúr mér að ég vissi ekki hvar kvittunin væri..ekki góð hugmynd, vélin er heldur ekki skráð á kennitöluna mína þannig að ég er í slæmum málum.
Ég snéri við heimilinu í örvæntingarfullri leit að kvittun en ég fann allt annað en þá kvittun sem mig vantar. Hvað á ég að gera?? Er til eitthvað ráð? Er ég alveg réttindalaus kaffifíkill sem þarf að vera án glansandi espressóvélar?? Eru mér allar bjargir bannaðar? Er einhver, einhver sem getur gefiið mér örlilta von á ný mig langar svo í gott kaffi.
Erla í kaffifráhvörfum og eymd
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.