Kaffi ilmar svo vel..

Ég hef tekið gleði mína á ný, ég hef fengið aðra espressókaffivél, jamm ég fann smugu útúr þessum ógöngum mínum. Ég á þessa líka frábæru vinkonu, hana Bíbí sem er verslunnarstjóri, ég rakti fyrir henni raunir mínar og hún kom með lausn. Finndu vísareikninginn...auðvitað og svo bað ég fólkið í búðinni að finna færsuna sem passsaði við reikninginn minn og ég fékk nýja glansandi kaffivél. Við erum svo bara að kynnast í rólegheitum en svakalega var gott að fá gott kaffi í morgun.

Dymbilvikan komin, ég upplifi alltaf eitthvað sérstakt þá. Þessi vika sem hlýtur að teljast ein mesta hátíð kristinna manna þar sem Kristur gekk þá leið sem fyrir hann var lögð frá upphafi, eins og stendur í Jesaja spámanni 53:1-8

1. Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?
2. Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.
3. Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
4. En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan,
5. en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.
6. Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.
7. Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.
8. Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það? Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.

Já  það er magnað að lesa um það sem hann gerði fyrir þig og mig. Ég fyllist mikilli lotningu og finn hversu mikið ég þarf á náð hans og styrk að halda alla daga i mínu lífi. Ég hef fengið að reyna kærleika Hans og hversu ljúfur Jesús er og hvernig Hann mætir mér alltaf á réttum tíma á hverjum tíma, þegar ég leita til Hans og beygi hné mín fyrir honum á allri auðmýkt og hann gerir eitthvað stórkost legt í mínu lífi á hverjum degi.

En þarf að fara að ryksjúga og taka til, er með afmæli á Skírdag fyrir han Áslaugu Öldu mína. Er von á stórfjölskyldunni og vinum. Alltaf gaman að hitta þau og eyða tíma með þeim, það er einmitt einn af stærstu blessunum í mínu lífi fjölskyldan sem ég giftist inní og vinir mínir.

 

Erla kveður með kaffibollann sinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband