Mamma ertu búin að kaupa páskaegg??

Hér á bæ eru miklar áhyggjur síðustu klukkutímana fyrir páskadag,það er eins og þau hafi aldrei fengið páskaegg. Þessi söngur klikkar ekki ár frá ári, ég er spurð mörgum sinnum á dag síðustu dagana.Tounge Í dag er mikið búið að spekúlera, það stendur nefnilega líka til boða að sleppa páskaeggginu og fá dót í staðinn. Og þetta getur verið erfitt val, í fyrra voru keypt páskaegg nr.4 frá Nóa og Siríusii og egg drengsins stóð fram að jólum minna en hálf étið í íssápnum eða þar til ég henti því.Grin

Áhuginn hjá stelpunum er aðeins meiri og eru þær ekki lengi að skófla í sig einu páskaeggi, en drengurinn er mikill eftirbátur þeirra á súkkulaðisviðinu. Þær virðast hafa fengið súkkulaðigen móðurinnar en hann súkkulaðigen föðurins.

Húsfaðirinn á sögu um að "safna" nammi  í efstu skúffuna sína sem krakki,þar sem það lá undir skemmdum.Halo

Sú yngsta fékk dót frá foreldrunum. Ég fór og keypti sparkbíl, bleikan og fjólubláan voða stelpulegan og viti menn, kemur á óvart sérstaklega ykkur sem þekkja okkur fjölskylduna vel, hann var gallaður!!!AngryGrin

Við höfum haft það notalegt og bara haldið okkur að mestu heima. Héldum uppá afmælið hennar Áslaugar á Skírdag og komu afi og amma á Selfossi, afi Bergur með Gullu, Kristín og stelpurnar og svo voru Erdna, Óli og börn og Jónas Andersson sem talaði á brauðsbrottningu í kirkjunni um morguninn. Notalegt að eiga samfélag við fjölskyldu og vini. Við borðuðum og borðuðum og það var spilað, afi Glúmur fór út með börnin að ganga, meðan við elduðum kvöldmatinn sem var hjartarfille með öllu tilheyrandi og þessi frumraun gekk og bragðaðist svo vel að þetta verður endurtekið.

Fór svo á hátíðarfund AA, á föstudaginn langa og tók stóru stelpurnar með. Bauð þeim á Stælinn að borða . Helga fór með mér á fundinn meðan hin fór til vinkonu. Það er alltaf gaman á þessum fundi  hitta fullt af fólki sem er að gera góða hluti með líf sitt eftir það hafa misstigið sig misoft.

Sameinuðumst svo í Fíladelfíu á tónleikum þar sem komu fram margir frábærir tónlistarmenn og konur. og ég get bara sagt TAKK FYRIR MIG, ég var svo snortin og blessuð eftir þessa tónleika.

Ég er að venja litla barnið af brjósti og hún er vægast sagt pirruð og vælin, vill vera í fanginu á mér og kúra en það er harkan sex, pabbinn stendur sig með stakri prýði í sínu hlutverki að vakna á nóttunni og koma henni í rúmið. Merkiegt samt hvað þetta er erfitt fyrir mömmuna líka, það er komið smá tómarúm í hjartað sem fyllist fljótlega þegar söknuðurinn er yfirstiginn. Þetta er svo sérstakt samband á milli móður og barns, en nú er mál að linni.

Jæja pissubakstur á næsta leiti gleðilega páska.

 

Erla kveður með tómarúm í hjartanuWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband