Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Töfrasproti..

Ég er alltaf svo lengi að velta fyrir mér hvað ég á að skrifa eða frekar hvernig á að byrja blogg færlsu og svo þykir mér líka stundum erfitt að enda færslurnar veit ekki hvernig á að kveðja eða hvort á að kveðja?Tounge

En burtséð frá því þá gengur allt sinn vanalega gang hér, það vakna allir á sínum tímum og koma sér af stað í verkefni dagsins. Edgar þurfti að ganga í skólann í morgun og var því ræstur fyrr en ella og drifinn áfram af móður sinni, hann á stundum erfitt með að gera hlutina aðeins hraðar... ég þarf alla þolinmæðina í einu þegar hann er svona hægur, Cryinghann þarf að ræða um myndina á skyrdollunni og afhverju má ekki taka með fernur í skólann og vill svör núna ekki þegar hann kemur heim. Allir krókar og kimar eru þræddir á leið í tannburstun og þvottapokun og það þarf að geispa og klóra og nefndu það.

Loks er hægt að fara í gallann kuldaskó, húfu og vettlinga, taskan sett á bakið, morgunbænin beðin og svo var lagt af stað í skólann. Hvernig ferðin gekk eða hvort hann komst innan tímamarka er ekki vitað þegar þeta er skrifað en ferðin heim er eftir...Whistlinghann var klukkutíma og 15 mín heim í gær!!!En þetta hlýtur að koma þegar hann fer að ganga oftar í skólann því mamman ætlar að láta hann ganga oftar þegar fer að birta meira, maður sendir ekki litla drenginn einan út í myrkrið. Kannski þurfi að klippa á naflastrenginn...

Heilsan á bænum er að lagast, litla Títla er að skána af upp og niður en kvef og hósti koma sterk inn í staðinn. Var eiginlega búin a gleyma þessu, að eftir eina pest kemur önnur og svo önnur. Spurning um að ráða einkahjúkku í dæmið, einhverja sem sér bara um hor ælu og slef. Læt mig allavega dreyma um hana og líka um konuna eða manninn sem kemur og tekur til skúrar og þurrkar af..það kostar ekki neitt.

 

Ef það væri hægt að sveifla töfrasprota og draumurinn rættist þá langar mig i svoleiðis..á einhver ??

 

 Erla lætur sig dreyma


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband