Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

mig langar svvooo í kaffi

Ég lenti í þeirri skelfilegu lífsreynslu á miðvikudagsmorguninn að fína,frábæra og nauðsynlega espressó kaffivélin mín gaf frá sér einhver þau ámátlegustu hljóð sem ég hef lengi heyrt.

Um mig hríslaðist tilfinning sem ég held að megi greina sem óttablandna angist og ég hrópaði út í þögnina en held þó að ekkert hljóð hafi komið. Hjartað sló örar og ég rifjaði upp neyðarnúmerið hjá samtökum kaffifíkla en ég kunni það ekki... ég vissi ekki hvað ég átti að gera, datt í hug að hringja í 118 því þar eru hin ýmsu mál oft á tíðum leist. Í örvæntingunni hlammaðist ég bara á rassinn og faldi andlitið í höndum mér og það var svoo stutt í tárin. 

Vélin virkar sem sagt ekki lengur, vatnið frussast ekki útúr henni og ilmurinn sem er vanur að fylla vit mín á morgnana er ekki lengur til staðar, hvað gera bændur nú?? Fyrst var að ná áttum og fá smá áfallahjálp, þegar því var lokið gat ég farið að hugsa aðeins skýrar.

Nú það þarf alltaf að hafa plan B svo ég hellti uppá gömlu vélina og fékk koffeinskammtinn sem ég þarfnaðist svo mjög, fór því næst að gera mig líklega til að skoða vélina og gera það litla sem ég kann í fyrstu viðlögum fyrir espressóvélar, ekkert dugði.

Þá tók við ferli sem er oft kallað afnneitun og ég tók ekki við því að vélin væri biluð heldur setti hana yfir á steinabekkinn og þar leit ég ekki á hana í rúman sólarhring.

Daginn eftir var hugsunin orðin örlítið skýrari og ég ákvað að hringja í búðina þar sem ég hitti glansandi vélina fyrst, og ég fékk að vita að ég gæti bara komið og fengið aðra vél..og um mig streymdi gleði og fagnaðarstraumur en svo glopraði ég því útúr mér að ég vissi ekki hvar kvittunin væri..ekki góð hugmynd, vélin er heldur ekki skráð á kennitöluna mína þannig að ég er í slæmum málum.

Ég snéri við heimilinu í örvæntingarfullri leit að kvittun en ég fann allt annað en þá kvittun sem mig vantar. Hvað á ég að gera?? Er til eitthvað ráð? Er ég alveg réttindalaus kaffifíkill sem þarf að vera án glansandi espressóvélar?? Eru mér allar bjargir bannaðar? Er einhver, einhver sem getur gefiið mér örlilta von á ný mig langar svo í gott kaffi.

 

Erla í kaffifráhvörfum og eymd 


Just give me Jesus

More of His voice in my ears

More of His tears on my face

More of His praise on my lips

More of His death in my life

More of  His dirt on my hands

More of His hope in my grief

More of His fruit in my sevice 

More of His love in my home

More of His courage in my convictions

More of His nearness in my loneliness

More of His answers to my prayers

More of His glory on my knees 

 

Because when you love someone with all of your heart,

you just can´t ever get enough... 


Fótboltahöll og börnin smá

Þegar ég vaknaði í gærmorgun ákvað ég að gera loksins alvöru úr því að fara snemma á fætur þ.e.a.s. skríða ekki  uppí aftur til Sunnevu heldur drífa mig á fætur í allri orðsins merkingu. Fór og klæddi mig í gallabuxurnar, bol og peysu og sokka fór í klossana og var komin á fætur.. Kom drengnum af stað í skólann svo þurfti að koma Sunnevu á fætur.

Ég er alin upp af henni Helgu á Melum um nokkurt skeið og tókst henni að berja það inní mig að maður sé komin á fætur þegar búið er að búa um rúmið. Og þó ég hafi nú oft verið frekar óþekk og látið illa að stjórn þá er mjög stórt atriði í mínu lífi að búa um rúmið, þá getur dagurinn byrjað.

Þegar ég hafði lokið þessu öllu settist ég við tölvuna og skrifaði eitt stykki uppsagnarbréf, hef verið lengi að melta með mér hvað ég ætti að gera. Þar sem ég bý á Akranesi gleymdi hin fótbolta óða bæjarstjórn að það þarf að gera meira en að selja ódýrar lóðir, það gleymdist að fólk sem vill byggja og flytja á milli bæjarfélaga er yfirleitt barnafólk og þá þarf að hafa dagvistunnar úrræði fyrir þetta fólk. En bæjarstjórnin var svo upptekin af fótboltahöllinni sinni að þetta atriði gleymdist. Þannig að núna komast litlu börnin á Akranesi ekki á leikskóla og það eru engin laus pláss hjá dagmæðrum því þær eru fáar en börnin svo mörg, staðan er því þannig að foreldrarnir sem keyptu ódýrara húsnæði og lóðir til að byggja þurfa að hætta í vinnunni eða setja cherrios á gólfið og vona að börnin reddi sér bara ein heima ...

Ég ætla því a verða ein af þessum dagmæðrum þannig að einhver börn þurfa ekki að borða cherriosið uppúr gólfinu og mamman og pabbinn þurfa ekki að hætt í vinnunni. Það er merkilegt að svona annars fínt bæjarfélag skuli klikka á jafn stóru atriði, en það er þeim til varnar að þeir brugðust við og borga nú umönnunarbætur til allra foreldra barna frá 9 mánaða, og það á að rusla upp einum leikskóla bara sísvona og byrja starfsemina í haust.....ég á nú alveg eftir að sjá það gerast en hver veit. Ég ætla að hafa það að lifi brauði að gæta annarra manna barna. Vona bara að mér takist að viðhalda fullorðins orðaforðanum og fari ekkiki að tala um voffa, mjá mjá og muuu.

 

Erla tínir upp cherrios 


Saman..

Ekki varð neitt úr kjallaratiltektinni en kirkjan varð hrein og fín.

Stundum hellist allt á sömu dagana. Suma daga stoppar t.d. síminn ekki, meðan talað er í heimilissímann hringir farsíminn og ekki bara einn heldur allir 3 símarnir. Og hina dagana er ekki einu sinni andað í símann og maður horfir á hann eins og hann sé sjónvarp og athugar hvort ekki sé sónn.... spurning um að vera háður !!

 Laugardagurinn sem var sá fyrsti í margar vikur sem við vorum bara heima og var Edgari boðið í tvö 7ára afmæli og þvílík skipulagning hjá (geri ráð fyrir) mæðrum þessara drengja, annað afmælið var frá kl. 12- 14 og hitt byrjaði kl. 14-16 snilld.

Á meðan svaf svo litlan og ég gat í rúma þrjá tíma algjörlega einbeitt mér að því að snurfusa kirkjuna. Þó að ég hafi eytt þessum tíma i að þrífa þá sér varla högg á vatni. Efri hæðin er öll í sagi og skipulögðu drasli eftir parkett lagningu og það þarf fleiri manneskjur til að ráðast á allt sagið og rykið eftir það. En Halli og Biggi takk fyrir að henda öllu draslinu út svo hægt væri að skúra.  Betur má ef duga skal og þarf að fjölmenna á svæðið og gera stórhreingerningu svona með vorinu. Á meðan ég þreif efri hæðina stólaði karlinn minn niðri og skúraði, í innri salnum voru svo vaskir menna að finna borðplötu til að setja á eldhúsinnréttinguna og er þetta gasalega fínt, vantar efri skápana og þá er komið eldhús. Gaman að fylgjast með hvernig hlutirnir eru að koma smátt og smátt.

Á sunnudaginn var sameiginleg samkoma með kirkjunum frá Stykkishólmi og Selfossi og var hún frábær, Aron Hinriksson forsöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi talaði Guðs orð og var það frábært og talaði mjög sterkt til mín. Svona er Drottinn, vitnisburðirnir frá Sigga og Karin voru um sama efnið og ræðan en enginn talaði sig saman Heilagur andi vinnur sitt verk og talar rétta hluti inní líf okkar á réttum tímum. Þarna voru saman komnir þjónar Guðs sem þrá að sjá kirkju Jesú Krists vaxa á Íslandi og sjá fólk frelsast. Þar sem tveir eða þrír Hvítasunnumenn koma saman þar er matur og var enginn svikinn af pastaréttinum hennar Ellenar. Takk fyrir mig Ellen.

Eftir samkomu fylltist stofan mín af yndislegu fólki og biðu allir spenntir eftir "kökunni" sem var settí of lítið form og var þar af leiðandi frekar lengi að bakast...Blushen hún var góð!!

Sunnudagar fara líka í að senda og sækja börn og var engin breyting á því í gær. Áslaug fór með ömmu og afa Spó í sveitina og við sóttum Helgu til Stínu frænku.

Þegar heim var komið var eins og allir væru vindlausir og sátum við bara og störðum á hvort annað. Einhver misskilningur milli nokkurra vina varð til þess að Helga var alveg miður sín og var því ákveðið af mér að fjölskyldan settist niður og talaði saman við Drottinn.  Hrúguðum okkur í sófann og báðum saman um styrk og handleiðslu Drottns og að við mættum alltaf gera hans vilja. Þetta var yndisleg stund og ómetanleg, róleg lofgjörð ,foreldrar og unglingur saman að biðja, trúa hvort öðru fyrir því hvernig okkur leið og fá uppörvun og styrk frá hvort öðru.

það var aldrei kveikt á sjónvarpinu í gærkvöldi á þessu heimili heldur vorum við bara saman. Það er ómetanlegt að eiga þetta samband við fjölskylduna sína og Helga talar um að henni þyki gott að eiga trúnað okkar og traust en það er bara svo gagnkvæmt . Við eigum ekki til orð yfir þakklætið  að fá að vera hluti af hennar lífi.

Helga og Áslaug takk fyrir að leyfa okkur að vera með InLoveelska ykkur í klessu.

Erla er ekkert án fjölskyldunnar og Guðs 


Hvert fór vikan???

Ég skil bara ekki hvað verður úr tímanum þessa dagana einkum vegna þess að það er mars, eins og mér leiðist þessi mánuður því hann er alltaf svo lengi að líða. Við mæðgurnar skiljum þetta ekki, annað hvort er svona gaman að vera við eða það er svona mikið að gera hjá okkur að tíminn flýgur áfram. Nema hvort tveggja sé.W00t

 Helgin kemur þá í dag og verður þessa hefðbundnu daga sem hún er vön að staldra við. Mikið að gera um helgina en samt er ótúrlega lítið planað. Er að hugsa um að reyna að taka skurk og laga til í kjallaranum og færa ruslið úr kjallaranum yfir í bílskúrinn þar sem ég kem bílnum ekki inn í hann. Veit ekki hvort bílinn er of stór eða bílskúrinn of lítillWink hvort komá undan eggið eða hænan??  Þarf svo að þrífa eitt stykki kirkju en vona að það breytist í samstillt fjölskyldu verkefni eins og tiltektin í kjallaranum...

Þyrfti svo að príla uppá háloft og sækja nokkra hluti sem eru geymdir þar eins og tvo leikfanga kassa svo leikföngin hennar Sunnevu séu ekki um allt hús á öllum hæðum. Hhhmmmm þyrfti kannski að vera duglegri að tína saman. Verð að halda áfram að gera... Eigiði góða helgi og elskið hvert annaðInLove

 

Erla puðar og prílar 


Lego eða Passíusálmarnir...

Erfðaprinsinn var hjá ömmu og af eina helgi um daginn og kom heim eins og venjulega uppfulllur af ýmiskonar fróðleik sem mér móður hans hefði aldrei dottið í hug að hann þyrfti að vita strax.

Afi Glúmur elskar að fara með hann í klippingu til Bjössa rakara á Selfossi, fara með hann í langa göngutúra skoða gamlar kirkjur og segja honum sögur, t.d. var sagan af Einbirni, Tvíbirni og Þríbirni lengi í uppáhaldi. Stundum hefur hann beðið afa um að segja sér sögur sm innihalda ekki tröll eða Grýlu því Heart er ekki alltaf stórt.

En eftir þessa helgi kom hann heim og sagði stoltur  frá því að það hefði verið Hallgrímur Pétursson sem orti Passíusálmana og að þeir séu 50 talsins, ég starði opinmynt á drenginn....svo hélt hann áfram að ausa úr skálum visku sinnar, að Hallgrímur hefði átt konu sem hét Guðríður og þau áttu heima á Saurbæ.

Og þá vissi ég það. Það fór margt i gegnum hugann á meðan þessu samtali stóð og ég þurfti að taka á honum stóra mínum til að vera alvarleg og hlusta með andtakt á þessar upplýsingar því ég var að springa úr hlátri. Ekki að það sé fyndið að hann viti þetta, nei hann hafði í alvöru mikin áhuga á þessu.

Hann fór svo nokkrum dögum seinna upp í bókahillu (þurfti stól til að ná) og fann bók sem inniheldur Passíusálmana, settist í sófan og fór að lesa. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera því hann var svo einlægur þegar hann las þessa stóru bók og spurði mig spjörunum úr um þesssa sálma. Ein spurningin var hvort Hallgrímur hefði ekki samið "Leiddu mína litlu hendi", en því gat ég reyndar svarað að það hefði verið Ásmundur Eiríksson sem var forstöðumaður í Fíladelfíu þegar afi var strákur. Þá svaraði hann að bragði, það hlaut að vera ég fann það ekki í bókinni. Þegar barnið manns fer alveg frammúr manni hvað á maður að gera?? Þykjast vita þessa hluti bera við gleymsku og því að það er svo langt síðan ég var í skóla eða hvað?? En ég reyni að hvetja hann og auka áhuga hans eftir því sem ég get en veit ekki hvort ég vil frekar að hann sé bara í Legó eða að lesa Passíusálmana....


Hver er vinur þinn?

Kæri vinur InLove

Hvernig líður þér? Ég mátti til mið að senda þér bréf til að segja þér hversu annt mér er um þig.

Ég sá þig á gangi með vinum þínum í gær. Allan daginn beið ég og vonað að þú myndir tala
við mig. Þegar leið að kvöldi gaf ég þér sólarlag til að ljúka
degi þínum og svalan andvara til að gefa þér hvíld og ég beið,
þú komst aldrei. Jú, ég varð fyrir vonbrigðum, en ég elska þig samt
af því að þú ert vinur minn.

Þegar þú sofnaðir í gærkvöldi
þráði ég að strjúka þér um ennið, þannig að ég sendi tunglskinið
yfir kodda þinn og andlit. Aftur beið ég, tilbúin svo að við gætum
talað saman - ég hef svo margar gjafir handa þér.


Þú vaknaðir seint og þaust útí í daginn..... Tár mín voru í regninu.
Þú virtist vera svo hryggur í dag, svo einn. Ég fann til með þér
í hjarta mínu vegna þess að ég skil. Vinir mínir hafa líka oft
brugðist mér og sært mig , en ég elska þig.Heart


Ég reyni að segja þér það í hljóðu grænu grasinu, ég hvísla því
gegnum laufið og trén, ég anda því frá mér í litum blómanna. Ég hrópa
það til þín í fjallalækjunum og gef fuglunum ástarsöngva að syngja.
Ég umlyk þig hlýju og sólskini og fylli loftið angan.Kærleikur minn
til þín er dýpri en úthöfin og meiri en nokkur þörf sem þú kannt að hafa.


Við munum eyða eilífðinni saman á himnum. Ég veit hversu erfitt lífið er
á jörðinni, ég veit það i reynd því að ég var þar eitt sinn, og mig langar
til að hjálpa þér. Faðir minn vill líka fá að hjálpa þér. Þú veist að það er
eðli hans. Ákallaðu mig bara, biddu mig, talaðu við mig. Það er ákvörðun þín.
Ég hef útvalið þig og mun aldrei yfirgefa þig....vegna þess að ég elska þig

þinn vinur Jesús.Heart


mars er svo langur..

Hér er ró og hér er friður hér er gott að setjast niður og flestir kunna nú restina!! Þannig er staðan nú er ró til að gera eitthvað í rólegheitum eins og að taka sjálfa mig í hnakkadrambið og gera eitthvað af því sem þarf að gera dagsdaglega en ég nenni því ekki... ég heyrði um daginn að hægt væri að fá bætur hjá TR vegna verkvíða, ég er að hugsa um að sækja um. Ekki að ég kvíði verkefnum dagsins, ég bara nenni stundum ekki að byrja.

Helgin var þokkalega pökkuð af verkefnum, merkilegt þegar ég fór í kirkjuna mína þá fyrst varð mikið um að vera í mínu lífi, held að það sé orðið langt síðan ég var bara heima heila helgi. Það eru fundir, ráðstefnur og mót og fleira í þeim dúr endalaust. Þyrfti kannski að fara að velja og hafna betur. En þegar allir í fjölskyldunni eru sáttir við þetta þá þarf kannski ekki að velja og hafna?

Unglingurinn var á móti í Kirkjulækjarkoti um helgina með kirkju Unga fólksins og það er svo gaman þegar hún kemur uppörvuð og blessuð heim og þráir bara að gera meira fyrir Jesú. Það sem er lagt í líf unglingana á þessum árum skiptir svo miklu máli, hvað vilja foreldrar fyrir börnin sín? Ég hef fengið þá gangrýni að ég sé að troða minni trú og mínum skoðunum á hana en ég spyr bara er ekki betra að vita af unglingnum sínum í kirkju en dauðadrukknum einhverstaðar útældum og ósjálfbjarga?? Já ég bara spyr? Svo er nú svo merkilegt að það er ekki hægt að yfirfæra trú einhvers yfir á einhvern annan..ef það væri hægt þyrfti enginn að fara í kirkju, trúin yrði bara flutt yfir á þig. Það er nefnilega enginn nema maður sjálfur sem getur trúað fyrir mann sjálfan, ég man að ég talaði um að ég ætti mína barnatrú og hún dygði mér alveg..svo fattaði ég að ég nota skó nr 39-40 en barnaskórnir mínir voru kannski nr.18-34 og ég kemst ekki lengur í þá þannig a ég þurfti að skoða barnatrúna mína aðeins og sá ðað ég þurfti að stækka trúnna mína.

Mikið er gott að þessi mánuður er að verða búinn, mér leiðist mars ég þekki reyndar fullt af fólki sem fagnar afmælinu sínu í mars. En mars er bara svo lengi að líða. Ég vil bara fá apríl því þá er svo stutt í vorið og allt fer að grænka. Þá get ég farið að fara í heita pottinn minn með litlu títlu og vanið hana við vatnið fyrir Spánarferðina hún er ekki vatnshrædd en upplifir ekki mikið í balanum sínum í sturtuklefanum.

Reyndi a kaupa stígvél á soninn og strigaskó en í mars er greinilega millibils ástand í skóinnkaupum í Hagkaupum það fékkst bara ekkert sem ég bað um. Hann varð hálfspældur því það er gat á stígvélinu hans og því ekki hægt að vaða þegar rigningin kemur næst, vonandi fer að rigna því þá hlýnar. 

 

Erla trúir sjálf 


Má ég horfa, má ég fara í tölvuna?

Þessi söngur er daglegt brauð á mínu heimili og reyni ég eins og ég get að setja sjónvarpsgláp og tölvunotkun í strangan ramma. Tímamörk eru vissulega sett líka og er til þess notuð eggjaklukka því að ég uppgvötvaði að drengurinn rífst við mig en ekki klukkuna... hvaða vald hefur klukkan sem ég hef ekki??

Stundum er svo svakalega freistandi að leyfa honum að horfa á Leiftur Macqeen og horfa svo bara á barnatímann, fór einhvern tíman að pæla í því hvað ég geri á kvöldin þegar ég vil slappa af ég sest niður og horfi á sjónvarpið. Af hverju er þá þetta roslaega stress yfir því að krakkar horfi á sjónvarp. Ég stjórna því hvað er horft á og auðvitað verður allt að vera innan skynsemismarka en það er víst mismunandi hver þau mörk eru. Kannski er það málið.

 

Erla sjónvarpsglápari kveður. 


Hvernig stendur á??

Þegar ég vaknaði í morgun eftir frekar lítinn svefn þá hugsaði ég með mér hvernig stendur á því að maður lærir ekki af reynslunni???

Þannig er að hún Sunneva Rut yngsta dóttir mín er að taka tennur og er með eyrnabólgu, og er nýbúin að jafna sig á einhverju sem læknirinn kallaði rótarveirusýkingu sem var upp og niður stansllaust í 5 sólarhringa. Ég hef svo sem ekki lent i því áður en ég hef nú verið með veik börn eins og þið hin ekkki satt, svo stækkuðu börnin og urðu meira sjálfbjarga hættu að kafa í klósettinu og rífa allt útúr skápunum og svo videre, þá datt okkkur í hug að koma með Sunnevu Rut eitt svona í restina. Einmitt.

Eitt lítið að dúlla með svona í lokin....það sagði mér enginn að þetta litla barn yrði eins og hvirfilbylur um allt heimilið aðeins 9. mánaða og ef eitthvað er fyrir hennar hátign þá sest hún á rassinn og ööössskkrrarrr þangað til við reddum málinu. Hin börnin eru svo hrifin af henni og hún er svo mikil dúlla og hún er ssvoo sæt. Þegar mamman er með bauga niður á hæla þá er hún ekki bara dúlla hún er óargadýr sem er svo sætt!!! Hvað lærði ég af þessu öllu saman, jú þegar eldri börnin geta farið og horft á barnaefnið um helgar og foreldrarnir sofa róleg á meðan þá á að láta þar við sitja. 

Ekki láta lítil sæt föt og flotta vagna eða yndislega lykt stjórna hormónaflæðinu. Verið nú skynsöm..því það er ekki aftur snúið HÚN ER SVO ÆÐISLEG OG SVO SÆT OG BROSIR SVO FALLEGA OG MAMMAN MEÐ BAUGANA NIÐUR Á HÆLA SÉR EKKI EFTIR EINNI SEKÚNDU ÞVÍ HÚN ER SVOSÆT!!!!

 

 Erla baugur kveður


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband